Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000—2012

Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni hafa frá upphafi verið mikilvægur hluti af starfi Breakbeat.is. Aðstandendur Breakbeat.is höfðu lengi gengið með þá hugmynd í maganum að safna saman þessu efni og gefa út í prentuðu formi. Í upphafi árs 2012 var ráðist í gera þá hugmynd að veruleika. Hlaut bókin nafnið Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000—2012 og kom hún út í lok mars 2012.

Taktabrot inniheldur meira en 100 veggspjöld frá rúmlega 60 íslenskum og erlendum hönnuðum. Í henni má finna brot af íslenskri hönnunarsögu og stiklað er á stóru í danstónlist á Íslandi síðasta áratuginn.


Hópfjármögnunin

Í febrúar 2012 efndi Breakbeat.is til hópfjármögnunarátaks í því skyni að koma út veggspjaldabókinni Taktabrot. Á sérstakri vefsíðu var almenningi gefinn kostur á að aðstoða Breakbeat.is við útgáfu bókarinnar. Að launum fyrir stuðningin fengu styrktaraðilar eintak af bókinni og önnur fríðindi.

Meira en 150 aðilar, einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki, lögðu sitt á vogarskálarnar og hjálpuðu okkur að koma bókinni út með pomp og prakt. Í heildina söfnuðust rúmlega 800 þúsund krónur. Breakbeat.is stendur í mikilli þakkarskuld við alla styrktaraðilana og kunnum við þeim öllum sem einum bestu þakkir fyrir.


Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu veggspjalda bókarinnar Taktabrot. Breakbeat.is þakkar þeim öllum sem einum kærlega fyrir stuðninginn.


Stuðningsaðilar útgáfu veggspjaldabókarinnar Taktabrot og eiga inni eintak geta nálgast bókina í Lucky Records, Hverfisgötu 82. Þeir sem vegna búsetu eða annara ástæðna hafa ekki hafa tök á að nálgast bókina þar geta haft samband á bok@breakbeat.is. Takk fyrir stuðninginn!


Veggspjaldasýningin Taktabrot

Í tengslum við útgáfu bókarinnar var efnt til veggspjaldasýningar í Artíma Gallerí, Smiðjustig 10, í mars 2012. Tæplega 100 veggspjöld úr bókina voru þar til sýnis.


Áskorendaverkefni

Í ágúst 2004 hannaði Ragnar Freyr veggspjald fyrir fastakvöld Breakbeat.is á skemmtistaðnum Kapital og skoraði á annan grafískan hönnuð, Gunnar Þór, að hanna veggspjald fyrir næsta viðburð Breakbeat.is. Síðan þá hefur verkefnið gengið á sama hátt koll af kolli milli grafískra hönnuða og listamanna á Íslandi en alls hefur 61 einstaklingur átt innslag í veggspjaldaáskoruninni. Finna má öll veggspjöldin í bókinni.Hafðu Samband

Þú getur sent okkur línu á bok@breakbeat.is ef þú vilt forvitnast um bókina.
Einnig er hægt að ná í okkur á Twitter og á Facebook.

Close

Taktabrot

Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000—2012

Sölustaðir: Listasafn Reykjavíkur, Lucky Records, Bókabúð Steinars, Smekkleysa, 12 Tónar, Mál og Menning, IÐA, Ranimosk, Kjötborg og L25 Vinnustofa.

Upplýsingar um bókina